Our website is made possible by displaying online advertisements to our visitors.
Please consider supporting us by disabling your ad blocker.

Responsive image


Vatn

Vatn
Vatnssameind
Auðkenni
CAS-númer 7732-18-5
Eiginleikar
Formúla H2O
Útlit Glær vökvi
Eðlismassi 1,0 · 103 kg/m³
Bræðslumark 0 °C
Suðumark 100 °C

Vatn er ólífrænn lyktar-, bragð- og nær litlaus vökvi sem er lífsnauðsynlegur öllum þekktum lífverum, þrátt fyrir að gefa þeim hvorki fæðu, orkunæringarefni.[1] Vatnssameindin er samsett úr tveimur vetnisfrumeindum og einni súrefnisfrumeind sem tengjast með samgildistengi og hefur efnaformúluna H2O. Vatn er uppistaðan í vatnshvolfi jarðar. Orðið „vatn“ á við um efnið eins og það kemur fyrir við staðalhita og staðalþrýsting.

Í náttúrunni kemur vatn fyrir í nokkrum ólíkum efnafösum. Þar sem hiti og þrýstingur á yfirborði Jarðarinnar er tiltölulega nálægt þrípunkti vatns, kemur það fyrir sem fast efni, vökvi og gas. Það myndar úrkomu sem rigning og vatnsúða í þoku. Ský eru úr svífandi vatnsdropum og ískornum. Kristallaður ís getur fallið til jarðar sem snjór. Sem gas kemur vatn fyrir sem vatnsgufa.

Það eru 1,4 milljarðar km³ vatns á jörðinni sem þekja 71% af yfirborði hennar, aðallega í höfunum (um 96,5%).[2] Lítið af vatni er að finna í grunnvatni (1,7%), bundið í jöklum og ísbreiðum við Grænland og Suðurskautslandið (1,7%), og sem ský og úrkoma (0,001%).[3][4] Vatnið er á stöðugri hreyfingu í hringrás vatns með uppgufun, útgufun, rakaþéttingu, úrkomu og afrennsli.

Vatn leikur stórt hlutverk í heimshagkerfinu. Um það bil 70% af ferskvatni sem menn nota fara til landbúnaðar.[5] Fiskveiðar í sjó og ferskvatni eru mikilvæg uppspretta fæðu í mörgum heimshlutum og gefa af sér 6,5% af prótínframleiðslu heimsins.[6] Megnið af heimsviðskiptum með vörur eins og olíu, jarðgas og iðnaðarframleiðslu, er flutt á sjó, vötnum og skipaskurðum. Mikið af vatni, ís og gufu er notað í kæli- og hitabúnað í iðnaði og á heimilum. Vatn er gott leysiefni fyrir margs konar efni, bæði steinefni og lífræn efni, og er notað í iðnaðarvinnslu, í eldamennsku og þvotta. Vatn, ís og snjór eru líka undirstaða afþreyingar og íþrótta, eins og sunds, siglinga, brimbrettaiðkunar, stangveiði, skautahlaups og skíða.

  1. „Hvers vegna er alltaf sagt að líf geti ekki þrifist á öðrum hnöttum nema þar sé vatn? Gætu ekki verið til lífverur sem geta lifað án vatns og sólar?“. Vísindavefurinn.
  2. „How Much Water is There on Earth?“. Water Science School. United States Geological Survey, U.S. Department of the Interior. 13 nóvember 2019. Afrit af uppruna á 9 júní 2022. Sótt 8 júní 2022.
  3. Gleick, P.H., ritstjóri (1993). Water in Crisis: A Guide to the World's Freshwater Resources. Oxford University Press. bls. 13, Table 2.1 "Water reserves on the earth". Afrit af upprunalegu geymt þann 8 apríl 2013.
  4. Water Vapor in the Climate System Geymt 20 mars 2007 í Wayback Machine, Special Report, [AGU], December 1995 (linked 4/2007). Vital Water Geymt 20 febrúar 2008 í Wayback Machine UNEP.
  5. Baroni, L.; Cenci, L.; Tettamanti, M.; Berati, M. (2007). „Evaluating the environmental impact of various dietary patterns combined with different food production systems“. European Journal of Clinical Nutrition. 61 (2): 279–286. doi:10.1038/sj.ejcn.1602522. PMID 17035955.
  6. Troell, Max; Naylor, Rosamond L.; Metian, Marc; Beveridge, Malcolm; Tyedmers, Peter H.; Folke, Carl; Arrow, Kenneth J.; Barrett, Scott; Crépin, Anne-Sophie; Ehrlich, Paul R.; Gren, Åsa (16. september 2014). „Does aquaculture add resilience to the global food system?“. Proceedings of the National Academy of Sciences (enska). 111 (37): 13257–13263. Bibcode:2014PNAS..11113257T. doi:10.1073/pnas.1404067111. ISSN 0027-8424. PMC 4169979. PMID 25136111.

Previous Page Next Page






Аӡы AB Water AF Wasser ALS ውሃ AM Nanum AMI Augua AN Wæter ANG Mun̄ ANN ماء Arabic ܡܝܐ ARC

Responsive image

Responsive image