Vetur er oft skilgreindur af veðurfræðingum sem þrír almanaksmánuðir með lægsta meðalhitann. Alþjóðaveðurfræðistofnunin fylgir þessu og telur vetrarmánuðina vera þrjá. Þetta samsvarar mánuðunum desember, janúar og febrúar á norðurhveli jarðar og júní, júlí og ágúst á suðurhveli jarðar.