Þessi síða
lýsir stefnu sem víðtæk sátt er um að fara eftir á íslensku Wikipediu. Ekki breyta henni í ósátt við aðra notendur. |
Heimildir eru eitt af undirstöðuatriðum alfræðirits. Heimildir verður að vera hægt að finna fyrir öllu svo hægt sé að taka mark á efni Wikipediu — það þarf að vera hægt að vísa í heimildir fyrir sérhverri staðreynd og fullyrðingu, en ekki síst þeim sem dregnar eru í efa eða líklegt er að verði dregnar í efa. Tilvísun í heimildir tryggir líka að engar frumrannsóknir sé að finna í greinum alfræðiritsins.