Our website is made possible by displaying online advertisements to our visitors.
Please consider supporting us by disabling your ad blocker.

Responsive image


Willem Barents

Málverkið Dauði Willems Barents eftir Christiaan Julius Lodewyck Portman.

Willem Barents (~155020. júní 1597) var hollenskur landkönnuður, frægur fyrir könnunarleiðangra sína til Norður-Íshafsins. Markmið hans var að finna norðausturleiðina frá Evrópu til Austur-Asíu. Á ferðum sínum sá hann meðal annars Svalbarða og Bjarnarey. Hann gerði þrjár árangurslausar tilraunir frá árinu 1594 til 1597 og lést sjálfur í síðustu ferðinni eftir að leiðangursmenn höfðu setið fastir í ísnum fyrir norðan Novaja Semlja og verið þannig fyrstir Evrópumanna til að eyða heilum vetri á Norðurheimskautsvæðinu.

Barentshaf heitir eftir honum.


Previous Page Next Page