Wolverhampton Wanderers Football Club | |||
Fullt nafn | Wolverhampton Wanderers Football Club | ||
Gælunafn/nöfn | Wolves (Úlfarnir), Wanderers | ||
---|---|---|---|
Stofnað | 1877, sem St. Luke's F.C | ||
Leikvöllur | Molineux Stadium | ||
Stærð | 32.050 | ||
Stjórnarformaður | Jeff Shi | ||
Knattspyrnustjóri | Gary O'Neil | ||
Deild | Enska úrvalsdeildin | ||
2023-2024 | 14. sæti | ||
|
Wolverhampton Wanderers Football Club einnig kallað Wolves (Úlfarnir) er enskt knattspyrnufélag frá Wolverhampton sem stofnað var árið 1877. Liðið hefur verið 63 tímabil í efstu deild á Englandi og unnið titillinn þrisvar ásamt því að hafa unnið FA-bikarinn fjórum sinnum.
Tímabilið 2017-2018 varð liðið meistari í ensku meistaradeildinni og komst í úrvalsdeildina. Síðast voru Úlfarnir frá 2009-2012 í úrvalsdeildinni.
Heimavöllur liðsins er Molineux Stadium sem tekur rúm 32.000 í sæti.