Beiting í siglingum lýsir því hvernig seglum er hagað eftir vindi þegar siglt er á seglskútum. Kulborð(i) (eða vindborði) er sú hlið bátsins sem snýr að vindi og hléborð(i) (eða skjólborði) sú sem snýr undan. Beitt er á stjórnborða þegar vindur kemur á stjórnborða (þegar stjórnborði er kulborðs) og öfugt.