Enska

Enska
English
Málsvæði Ástralía, Írland, Kanada, Nýja Sjáland, Stóra-Bretland, Bandaríkin og mörg fleiri
Heimshluti aðallega Vestur-Evrópa, Norður-Ameríka og Eyjaálfa
Fjöldi málhafa sem móðurmál: meira en 400 milljónir

sem annað mál: talið allt frá 350 milljónum til yfir 1 milljarð

Sæti 4
Ætt Indóevrópskt

 Germanskt
  Vesturgermanskt
   Enska

Skrifletur Enska stafrófið
Opinber staða
Stýrt af engum, en Oxford English Dictionary hefur mikil áhrif
Tungumálakóðar
ISO 639-1 en
ISO 639-2 eng
SIL ENG
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode.

Enska (English; framburður) er vesturgermanskt tungumál sem á rætur að rekja til fornlágþýsku og annarra náskyldra tungumála Engla og Saxa, sem námu fyrstir Germana land á Bretlandseyjum, en málið hefur orðið fyrir miklum áhrifum frá ýmsum öðrum málum, þá sér í lagi latínu, fornnorrænu, grísku, og keltneskum málum sem fyrir voru á eyjunum.

Enska er töluð víða í heiminum, og er opinbert mál á Englandi, Írlandi, Skotlandi, Wales, Nýja Sjálandi, Ástralíu, Suður-Afríku, Bandaríkjunum, Kanada og fjölmörgum öðrum löndum.

Þróunarsögu ensku er skipt í þrjú tímabil. Elst er fornenska (Old English), sem er einnig kölluð engilsaxneska eftir hinum germönsku Englum og Söxum sem réðu ríkjum á Englandi frá 5. öld og fram á víkingaöld. Miðenska (Middle English) var töluð eftir komu víkinga og fram að þeim tíma þegar prentsmiðjur urðu algengar. Eftir tilkomu prentsmiðjanna hefur verið talað það mál sem við þekkjum nú (nútímaenska).


Enska

Dodaje.pl - Ogłoszenia lokalne