Framsegl eru þríhyrnd stagsegl sem hengd eru í framstagið sem nær milli stafns eða bugspjóts og framsiglu á fjölmastra seglskipum eða masturs á einmastra skútum. Framsegl hafa tvíþætt hlutverk: þau hjálpa til við að knýja skipið áfram og eru líka notuð til að stýra loftstraumi yfir stórseglin aftan við þau.
Stundum eru belgsegl líka flokkuð sem framsegl.