Franska

franska
français
Málsvæði Frakkland, Belgía, Sviss, Kanada ásamt 48 öðrum löndum
Heimshluti Vestur-Evrópa, Norður-Afríka og Norður-Ameríka
Fjöldi málhafa 300 milljónir
Sæti 9
Ætt indóevrópskt
 ítalískt
  rómanskt
   gallórómanskt
    langues d'oïl
     franska
Skrifletur Franskt stafróf
Opinber staða
Opinbert
tungumál
Frakkland, Belgía, Fílabeinsströnd, Kanada, Sviss , Lúxemborg , Mónakó

Evrópusambandið
(ásamt öðrum tungumálum evrópusambandsins)

Stýrt af Académie française
Tungumálakóðar
ISO 639-1 fr
ISO 639-2 fre (B)/fra (T)
SIL FRA
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode.

Franska (français) er indóevrópskt tungumál af ætt rómanskra tungumála. Málið á uppruna sinn í latínu en Rómverjar lögðu Frakkland undir sig á fyrstu öld f.Kr. en þar voru áður töluð keltnesk mál, og var þróun latínunnar þar áhrifuð að einhverju leyti af þeim. Franska varð fyrir áhrifum frá germönsku tungumáli Franka, sem er uppruni nafnsins Frakkland, og franska heitisins France. Á tímum Rómverja hét svæðið sem nú kallast Frakkland Gallia, en á frönsku kallast Gallía Gaule.

Franska er töluð víðs vegar í heiminum og er ellefta mest notaða tungumál heims. Hún er móðurmál um 77 milljóna manna, auk þess sem hún er annað tungumál um 51 milljónar manna. Hún er upprunnin í Frakklandi og töluð þar og víða þar sem Frakkar áttu áður nýlendur.

Franska er opinbert tungumál í Frakklandi, Lýðveldinu Kongó, Kanada, Madagaskar, Fílabeinsströndinni, Kamerún, Búrkína Fasó, Senegal, Belgíu, Rúanda, Haítí, Sviss, Búrúndí, Tógó, Miðafríkulýðveldinu, Kongó, Gabon, Kómoreyjum, Djíbútí, Lúxemborg, Guadeloupe, Martiník, Máritíus, Vanúatú, Seychelleseyjum og Mónakó. Auk þess er hún nokkuð mikið töluð í Alsír, Túnis, Marokkó og fleiri löndum en er þó ekki opinbert mál þar. Til eru ýmsar mállýskur í frönsku.


Franska

Dodaje.pl - Ogłoszenia lokalne