Frumur eru smæstu, lifandi byggingareiningar lífvera. Allar lífverur eru gerðar úr frumum. Til eru lífverur sem eru einungis ein fruma og nefnast þær einfrumungar en að öðrum kosti fjölfrumungar. Dýr hafa dýrafrumur og plöntur hafa plöntufrumur. Margir fjölfrumungar eru með sérhæfðar frumur eins og taugafrumur og veffrumur sem mynda sérstök líffæri.
Frumur eru mjög misstórar, jafnvel mjög stórar, og sumar sjáanlegar með berum augun þótt það sé alger undantekning. Þær hafa mismunandi lögun. Áætlað er að mannslíkaminn sé gerður úr 30 milljón milljón frumum (af um 200 mismunandi gerðum). Stærð og lögun frumna er talin styðja við þróunarkenningu Darwins um uppruna lífs á jörðinni.
Aðeins um 43% of frumum í mannslíkamanum eru mennskar frumur.[1] Örverumengi mannsins er gert úr frumum annarra tegunda lífvera, meðal annars gerlum, sveppum og fyrnum. Örverufrumurnar eru þó flestar aðeins 1/10 til 1/100 af stærð dæmigerðrar mennskrar frumu og örverumengið vegur því ekki nema um 2 kg.[2]