GTK eða GIMP Toolkit er verkvangsóháð viðfangasafn fyrir myndræn viðmót. GTK er, ásamt Qt, vinsælasta viðfangasafnið fyrir X gluggaumhverfið. Það var upphaflega þróað fyrir myndvinnsluforritið GIMP árið 1997.
GTK er frjáls hugbúnaður og gefið út með LGPL-hugbúnaðarleyfinu. Það er hluti af GNU-verkefninu.