Gabonska lýðveldið | |
République Gabonaise | |
Fáni | Skjaldarmerki |
Kjörorð: Union, Travail, Justice (franska) Eining, vinna, réttlæti | |
Þjóðsöngur: La Concorde | |
Höfuðborg | Libreville |
Opinbert tungumál | franska |
Stjórnarfar | Lýðveldi, herforingjastjórn
|
Forseti | Brice Oligui |
Forsætisráðherra | Alain Claude Bilie By Nze |
Sjálfstæði | |
• frá Frakklandi | 17. ágúst 1960 |
Flatarmál • Samtals • Vatn (%) |
76. sæti 267.667 km² 3,76 |
Mannfjöldi • Samtals (2018) • Þéttleiki byggðar |
146. sæti 2.119.275 7,9/km² |
VLF (KMJ) | áætl. 2018 |
• Samtals | 38,280 millj. dala (134. sæti) |
• Á mann | 18.647 dalir (76. sæti) |
VÞL (2019) | 0.706 (119. sæti) |
Gjaldmiðill | Miðafrískur CFA-franki |
Tímabelti | UTC+1 |
Þjóðarlén | .ga |
Landsnúmer | +241 |
Gabon er land í Vestur-Afríku (stundum þó talið til Mið-Afríku) með strönd að Atlantshafi (Gíneuflóa) í vestri og landamæri að Miðbaugs-Gíneu, Kamerún og Lýðveldinu Kongó. Frá því landið fékk sjálfstæði frá Frökkum 17. ágúst 1960 hafa aðeins tveir forsetar ríkt þar nánast einráðir. Omar Bongo var þar samfellt við völd frá 1967 til dauðadags árið 2009 og varð þaulsætnasti þjóðhöfðingi Afríku. Snemma á 10. áratug 20. aldar tók Gabon upp fjölflokkakerfi og nýja lýðræðislega stjórnarskrá. Fámenni landsins (tæp 1,7 milljón íbúar) og miklar náttúruauðlindir hafa gert það að verkum að Gabon er eitt af auðugustu ríkjum þessa heimshluta.