Gerjun

Gerjun í gangi.

Gerjun (áður kallað gerð eða gangur) er samheiti yfir nokkrar leiðir til loftfirrtra orkuefnaskipta þar sem orka er unnin úr sykrungum („kolvetnum“) með myndun efna á borð við alkóhól og lífrænar sýrur. Orðið er einkum notað um slík efnaskipti meðal örvera, þó svo plöntur geti einnig stundað sambærileg efnaskipti. Einnig er mjólkursýrumyndun í vöðvafrumum samsvarandi ferli og mjólkursýrugerjun margra baktería. Gerjun er mikið notuð í matvælaiðnaði og líftækni, einkum alkohól- og mjólkursýrumyndandi gerjun.

Orkuheimtur gerjunar eru að miklum mun lægri en öndunar, og skýrist það af því að orkunám verður eingöngu í sykurrofsferlinu, en orkuvinnslukerfi sítrónsýruhringsins og rafeindaflutningskeðjunnar nýtast hvorug við gerjun.


Gerjun

Dodaje.pl - Ogłoszenia lokalne