Gjallarhorn

Gjallarhorn getur einnig vísað í finnsku hljómsveitina Gjallarhorn.
Heimdallr blæs í Gjallarhornið; Mynd eftir Lorenz Frølich frá 1895.

Gjallarhorn er lúður eða blásturshorn sem Heimdallur blæs í þegar Ragnarrök skella á.[1] Drykkjarhorn Mímis er einnig nefnt Gjallarhorn.[2] Samkvæmt heimildum þarf önnur notkunin ekki að útiloka hina.[3]


Í þriðja bindi dönsku teiknimyndaseríunnar Goðheima, Veðmál Óðins (1982), yfirtaka bræður Óðins, þeir Vili og stöðu hans í Ásgarði, og flytja Gjallarhornið frá Himinbjörgum til Valhallar þar sem það nýtist ekki til aðvörunar ef jötnar koma í Ásgarð.

Eftirgerð af öðru Gullhorninu frá Gallehus í Danmörku
Heimdallur með Gjallarhorn og Bifröst í baksýn. Málað af Emil Doepler (1855–1922), útgefið 1905
  1. Gylfaginning, 27 kafli: Heimdallur heitir einn. Hann er kallaður hvíti ás. Hann er mikill og heilagur. Hann báru að syni meyjar níu og allar systur. Hann heitir og Hallinskíði og Gullintanni, tennur hans voru af gulli. Hestur hans heitir Gulltoppur. Hann býr þar er heitir Himinbjörg við Bifröst. Hann er vörður goða og situr þar við himins enda að gæta brúarinnar fyrir bergrisum. Þarf hann minni svefn en fugl. Hann sér jafnt nótt sem dag hundrað rasta frá sér. Hann heyrir og það er gras vex á jörðu eða ull á sauðum og allt það er hærra lætur. Hann hefur lúður þann er Gjallarhorn heitir, og heyrir blástur hans í alla heima. Heimdallar sverð er kallað höfuð. Hér er svo sagt: Himinbjörg heita, en þar Heimdall kveða valda véum; þar vörður goða drekkur í væru ranni glaður hinn góða mjöð. Og enn segir hann sjálfur í Heimdallargaldri: Níu em eg mæðra mögur, níu em eg systra sonur.
  2. Gylfaginning, 15 kafli: En undir þeirri rót er til hrímþursa horfir, þar er Mímisbrunnur, er spekt og manvit er í fólgið, og heitir sá Mímir er á brunninn. Hann er fullur af vísindum, fyrir því að hann drekkur úr brunninum af horninu Gjallarhorni.
  3. Simek, Rudolf (2006). Lexikon der germanischen Mythologie. Kröners Taschenausgabe (3., völlig überarbeitete Aufl. útgáfa). Stuttgart: Alfred Kröner. ISBN 978-3-520-36803-4.

Gjallarhorn

Dodaje.pl - Ogłoszenia lokalne