Silfur | |||||||||||||||||||||||||
Platína | Gull | Kvikasilfur | |||||||||||||||||||||||
Röntgenín | |||||||||||||||||||||||||
|
Gull er frumefni með efnatáknið Au (latína aurum) og er númer 79 í lotukerfinu. Þetta er mjúkur, gljáandi, gulur, þungur, hamranlegur og linur hliðarmálmur sem er ónæmur gegn flestum efnum en hægt er að vinna á honum með klór, flúor og kóngavatni. Gull finnst sem molar eða sem gullkorn í grjóti og í árseti. Gull er einn af myntmálmunum.
Gull var áður fyrr notað sem seðlafótur margra þjóða og er einnig notað í skartgripagerð, tannlækningar, og í rafeindavörur. ISO gjaldmiðilstákn þess er XAU.
Gull er æðstu verðlaun á íþróttamótum, en annað sætið færir silfur og það þriðja brons. Orðið gull (í fleirtölu) var áður fyrr notað yfir barnaleikföng.