Samfélag fólksins Inuit Ataqatigiit | |
---|---|
Formaður | Múte B. Egede |
Stofnár | 1976 |
Höfuðstöðvar | Nuuk, Grænlandi |
Stjórnmálaleg hugmyndafræði |
Sjálfstæði Grænlands, jafnaðarstefna, vinstriþjóðernishyggja |
Einkennislitur | Rauður og hvítur |
Landsþing Grænlands (Inatsisartut) | |
Danska þingið (grænlensk sæti) | |
Vefsíða | ia.gl/ |
Inuit Ataqatigiit (íslenska: Samfélag fólksins), oft skammstafað IA, er vinstrisinnaður stjórnmálaflokkur sem berst fyrir sjálfstæði Grænlands. Hann var stofnaður sem laustengd stjórnmálahreyfing árið 1976, en varð að formlegum stjórnmálaflokki tveimur árum síðar. Auk þess að berjast fyrir pólitísku sjálfstæði, leggur flokkurinn áherslu á umhverfisvernd. Formaður IA er Múte B. Egede og fulltrúi flokksins á danska þinginu er Aaja Chemnitz Larsen.