Kvika eða bergkvika (“magma” á ensku) verður til við bráðnun bergs í möttli (basalt) og skorpu (ríólít) jarðar. Hún inniheldur blöndu af gösum, kristöllum og meira eða minna bráðnu bergi.[1]
Efnasamsetning hennar er mjög mismunandi og fer eftir myndunarstað. Algengustu tegundir innihalda 45-75% SiO2 og myndast við 700-1200 °C á 3-100 km dýpi í jörðinni. [2]