Leysiefni, uppleysir eða leysir er efni (oftast vökvi) sem er notað til að leysa upp annað efni og búa þannig til upplausn. Leysiefni eru notuð í hreinsiefni, sem þynnar í málningu og lím og í ilmvötn sem dæmi. Algeng lífræn leysiefni eru tólúen, terpentína, asetón og etanól. Vatn er líka hægt að flokka sem leysiefni.
Mörg leysiefni eru hættuleg vegna eld- og sprengihættu, eitrunaráhrifa og mengunarhættu, og eru því flokkuð sem spilliefni.