Loggorta (úr hollensku: logger) er lítið, tvímastra seglskip með svonefnd loggortusegl, sem eru uppmjó, skáskorin rásegl og sameina kosti langsegla og þversegla. Skip með þessu lagi voru algengust í Norður-Frakklandi við Ermarsund frá 18. öld til 20. aldar þar sem þau voru notuð sem lítil fiskiskip og flutningaskip.