Mac OS X 10.5 "Leopard" er sjötta útgáfa Mac OS X stýrikerfsins frá Apple. Stýrikerfið er aðeins fyrir Mac tölvur. Fyrri útgáfa stýrikerfisins var kölluð Tiger. Leopard var gefin út 26. október 2007. Samkvæmt Apple hefur Leopard 300 breytingar frá Tiger. Apple seinkaði útgáfu stýrikerfisins, í júní 2005 sagði Steve Jobs, framkvæmdarstjóri fyrirtækisins, að Leopard myndi vera gefið út í lok ársins 2006 eða snemma 2007. Ári seinna var því breytt í vor 2007 en 12. apríl 2007 sögðu Apple að því yrði frestað fram í október 2007 vegna iPhone.