Sadiq Khan | |
---|---|
Borgarstjóri Lundúna | |
Núverandi | |
Tók við embætti 9. maí 2016 | |
Forveri | Boris Johnson |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 8. október 1970 Tooting, London, Englandi |
Þjóðerni | Breskur |
Stjórnmálaflokkur | Verkamannaflokkurinn |
Maki | Saadiya Ahmed (g. 1994) |
Trúarbrögð | Súnní |
Börn | 2 |
Háskóli | University of North London University of Law |
Atvinna | Stjórnmálamaður |
Sadiq Khan (f. 8. október 1970 í Tooting, London) er núverandi borgarstjóri í London. Hann var kjörinn í maí 2016 með 57% atkvæða [1] og tók við af Boris Johnson. Khan er meðlimur Verkamannaflokksins og er lýst sem sósíaldemókrata.
Khan er af pakistönstum ættum og unnu foreldrar hans verkamannastörf; faðir hans sem strætisvagnabílstjóri og móðir hans sem saumakona. Hann lærði lögfræði og sérhæfði sig í mannréttindum. Khan hefur gegnt þingmennsku í Bretlandi og var meðal annars samgönguráðherra í stjórn Gordon Brown árið 2008.
Hann er fyrsti músliminn til að gegna borgarstjórastöðu í evrópskri höfuðborg. Við kjör sitt lofaði hann að vera borgarstjóri allra Lundúnabúa og beita sér gegn ójöfnuði.[2] Khan hefur kosið með hjónaböndum samkynhneigðra og sótti minningarathöfn um helförina í byrjun borgarstjórnartíðar sinnar.[3]
Khan var kjörinn til þriðja kjörtímabils síns í borgarstjóraembætti í sveitarstjórnarkosningum árið 2024.[4]