Segl er dúkur sem er hluti af seglbúnaði skips. Seglið tekur á sig vind og knýr þannig áfram seglskipið eða verkar sem hjálparsegl til að draga úr veltingi á vélbát. Þegar beitt er upp í vindinn getur seglið virkað eins og lóðréttur vængur. Á seglskútum er kjölur undir skrokknum sem myndar mótvægi við hliðarkraftinn þegar vindurinn kemur í seglið á hlið við bátinn.