Surtur er eldjötunn í norrænni goðafræði. Hann kemur úr Múspellsheimi og í Ragnarökum ríður hann um jörðina ásamt Múspellssonum og brennir jörðina með glóandi sverði. Þegar þeir ríða yfir Bifröst, brúna sem tengir Miðgarð og Ásgarð, brotnar hún; svo verður Surtur Frey að bana.
Þekktustu örnefni á Íslandi í höfuðið á Surti eru hraunhellirinn Surtshellir, lengsti hellir landsins, og Surtsey, eyja skammt frá Vestmannaeyjum sem varð til í eldgosi á árunum 1963-1967.