Suttungur

Eltur af Suttungi, spýr Óðinn skáldskaparmiðinum í nokkur ílát. Nokkur hluti gengur út hinn veginn. Mynd eftir Jakob Sigurðsson, úr 18 aldar handriti ("SÁM 66")
Suttungur ógnar dvergum

Suttungur er jötunn í norrænni goðafræði, sonur Gillings. Foreldrar Suttungs dóu hjá dvergunum Fjalari og Galari og neyddi Suttungur þá til að láta skáldskaparmjöðinn í manngjöld og geymdi hann mjöðinn í Hnitbjörgum undir eftirliti dóttur hans Gunnlöðu. Tókst Óðni að ræna miðinum með hjálp Gunnlaðar og Bauga bróður Suttungs. Þegar Óðinn flýði í arnarham til Ásgarðs, þá elti Suttungur, einnig í arnarham, en náði ekki.[1]

Nafnið Suttungur getur verið komð af suþþungr: þungfær af drykk eða af sutta (norska): æða áfram.[2]


Eitt tungl Satúrnusar ( S/2000 S 12) er nefnt eftir honum.

  1. „Skáldskaparmál, kafli 6“. www.heimskringla.no. Sótt 27. nóvember 2023.
  2. Simek, Rudolf (2006). Lexikon der germanischen Mythologie. Kröners Taschenausgabe (3., völlig überarbeitete Aufl. útgáfa). Stuttgart: Alfred Kröner. ISBN 978-3-520-36803-4.

Suttungur

Dodaje.pl - Ogłoszenia lokalne