Vesturfarar

Ljósmynd af vesturförum um borð í skipinu Vesturfari tekin af Sigfúsi Eymundssyni.

Vesturfarar voru Íslendingar sem héldu til Brasilíu, Kanada og Bandaríkjanna á ofanverðri 19. öld og stóðu fólksflutningarnir allt fram að fyrri heimstyrjöld eða frá 1870 til 1914. Flestir voru þeir þó á seinni hluta 19. aldar. Ástæður fólksflutninganna voru margvíslegar, oftast voru þær fjárhagslegar, veðurfarslegar og tengdust skorti á landrými (eða vistarbandinu), óánægja með gang sjálfstæðisbaráttunnar og stundum einnig ævintýraþrá. Talið er að um 15 þúsund Íslendingar eða 20% þjóðarinnar hafi farið vestur og ekki snúið aftur.


Vesturfarar

Dodaje.pl - Ogłoszenia lokalne