Our website is made possible by displaying online advertisements to our visitors.
Please consider supporting us by disabling your ad blocker.

Responsive image


Brokey

65°05′00″N 22°28′00″V / 65.08333°N 22.46667°V / 65.08333; -22.46667

Siglingafélag Reykjavíkur kennir sig líka við Brokey.
Húsið í Brokey á Breiðafirði

Brokey er stærsta eyjan í Breiðafirði og er í mynni Hvammsfjarðar; hún er sunnan Öxneyjar og norðan Ólafseyjar. Stærð hennar er 3,7 km² og hæsti punktur 34 m yfir sjávarmáli. Brokey er um 1 km á breidd og 3,5 - 4,0 km á lengd. Brokey er fimmta stærsta aukalega eyjan við Ísland eftir Heimaey, Hrísey, Hjörsey og Grímsey. Eyjan minnir frekar á fast land, sökum nálægðar við aðrar eyjar. Í Brokey og eyjunum í kring er mikill munur á flóði og fjöru, og getur t.d. verið ófært á bát milli eyjanna vegna þessa. Brokey tengist 5-6 öðrum eyjum á háfjöru þ.á m. Öxney. Stór mýrarflói er á eyjunni og þar er mikið fuglalíf.

Í Brokey hefur lengi verið byggð. Fyrstur til að byggja eynna var Eírkur rauði. Hann var þar þó aðeins einn vetur áður en hann færði sig yfir í Öxney. Meðal annara frægra íbúa mætti nefna Jón Pétursson fálkafangara (1584-1667), en hann hóf að nýta og hreinsa æðardún og var frumkvöðull á því sviði. Nýungar hans fólust í því sem nefnt hefur verið bökun dúns og hrælun á dúngrindum. Í Brokey var allmerkileg sjávarfallamylla sem Vigfús Hjaltalín reisti. Myllan var staðsett við brú sem tengir Brokey við Norðurey, en núna stendur þó aðeins hús myllunar eftir. Búið var í eyjunni til 1980 en þá lagðist heilsársbúskapur af. Brokey og hinar fjölmörgu eyjar sem henni fylgja eru nýttar af eigendum til æðardún- og Svartbakseggjatöku og þar er fé haft til beitar.

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Previous Page Next Page






Brokey Catalan Brokey CEB Brokey English Brokey Spanish Brokey French Brokey Polish Брокеј Serbian Brokey Swedish

Responsive image

Responsive image