Our website is made possible by displaying online advertisements to our visitors.
Please consider supporting us by disabling your ad blocker.

Responsive image


Rafbassi

Rafbassi af gerðinni Rickenbacker 4001JG

Rafbassi eða bassagítar er rafmagnsstrengjahljóðfæri. Rafbassi hefur oftast fjóra strengi en rafbassar með fleiri strengjum eru þó til. Oftast eru strengir á rafmagnsbassa stilltir í E, A, D og G (áttund neðar en fjórir dýpstu strengir gítars) en margir bassaleikarar nota aðrar stillingar. Rafbassar eru yfirleitt með þverböndum þótt bandalausir rafbassar séu einnig til.

Á búki rafbassa eru hljóðnemar sem gerðir eru úr seglum og nema þeir titring strengjanna þegar slegið er á þá. Utan um seglana er vafin spóla sem umbreytir hreyfiorku seglanna í rafstraum. Snúra er tengd frá rafbassa yfir í magnara sem magnar upp rafmerkið.

Fyrsti fjöldaframleiddi rafbassinn var Fender Precision, sem var hannaður af Leo Fender, en hann var kynntur til sögunnar árið 1951.[1]

  1. „Leo Fender“. Encyclopedia Britannica. Sótt 9. apríl 2014.

Previous Page Next Page






E-Bass ALS Baixo electrico AN E-Boss BAR El-bas Danish E-Bass German Electric bass English Bajo eléctrico Spanish Basse électrique French Basso elettrico Italian E-Bass LB

Responsive image

Responsive image