Our website is made possible by displaying online advertisements to our visitors.
Please consider supporting us by disabling your ad blocker.

Responsive image


Sel

Urðarsel, Svarfaðardalur.

Sel voru hús, eitt eða fleiri, sem voru nýtt til seljabúskapar á Íslandi og víðar. Sel voru gjarnan í útjaðri jarða og nýttu beitiland eða svæði sem að öðrum kosti hefði ekki verið nýtt.

Á Íslandi var seljabúskapur stundaður frá landnámi fram á 19. öld en var á undanhaldi miklu fyrr. Ekki er ljóst af hverju seljabúskapur lagðist af á Íslandi en slíkur landbúnaður er enn iðkaður í Suður-Evrópu og í Noregi. Mögulegir þættir sem bent hefur verið á er t.d. fólksfækkun vegna margvíslega hamfara ásamt meiri áherslu á kjötframleiðslu.[1]

Samkvæmt rituðum heimildum fólst seljabúskapur í að reka mjólkandi skepnur, aðallega ær en í einhverjum tilvikum kýr, í sel og hafa þær þar á beit yfir sumarmánuðina. Fornleifarannsóknir hafa sýnt fram á að seljabúskapur á Íslandi var flóknari en áður var talið og þar hafi líka farið fram önnur framleiðsla (t.d. járnvinnsla), veiðar og fleira. Enn fremur hefur verið bent á að seljabúskapur hafi verið breytilegur í tímanna rás og sel frá víkingaöld hafi gegnt flóknara og öðru hlutverk en yngri tíma sel. [2]

  1. Birna Lárusdóttir (2011). Mannvist.
  2. Lucas, Gavin (2008). Pálstóftir: A Viking Age Shieling in Iceland.

Previous Page Next Page






Alp (Bergweide) ALS Alm Czech Sæter Danish Alm (Bergweide) German Alpopaŝtejo EO Karjamaja Finnish Alpage French Ârp FRP Berchgreide FY Àirigh GD

Responsive image

Responsive image