Platonismi er heimspeki forngríska heimspekingisins Platons en þó einkum eins og hún var í meðförum eftirmanna hans, sem gjarnan litu á hana sem kerfisbundna heimspeki eða heimspekikerfi. Stundum er orðið „platonismi“ einnig notað um hluthyggju, einkum hluthyggju um altök eða tölur.
Platonismi hafði gríðarlega mikil áhrif á vestræna hugsun, heimspeki og trú, þar á meðal gyðingdóm, frumkristni og íslamska hugsun.