Our website is made possible by displaying online advertisements to our visitors.
Please consider supporting us by disabling your ad blocker.

Responsive image


Wolverhampton

Útlínur Wolverhampton.
Wightwick Manor.
Queen square.

Wolverhampton (borið fram [ˌ/wʊlvərˈhæmptən/]) er borg í Vestur-Miðhéruðum sýslunni á Englandi. Árið 2017 var íbúafjöldinn um það bil 256.000 manns. Hún er þrettánda þéttbyggðasta borgin á Englandi.

Áður var Wolverhampton hluti Staffordshire sýslu en hefur verið hluti Vestur-Miðhéraða sýslunnar síðan árið 1974. Hún dregur nafn sitt af Frú Wulfrun sem stofnaði borgina árið 985, nafnið varð til úr engilsaxneska orðinu Wulfrūnehēantūn sem þýðir „bú eða girðing Wulfrunar“. Eins gæti nafnið verið dregið af dönskum leiðtoga sem hét Wulfere. Nafnið „Wulfruna“ er notað víða í borginni.

Nafnið er oft skammstafað sem W’ton eða Wolves. Slagorð borgarinnar er „Out of darkness, cometh light“. Íbúar Wolverhampton nefnast Wulfrunians.

Borgin var upprunalega bær með markað sem sérhæfði sig í ullarverslun. Á meðan og eftir Iðnbyltingin varð borgin merkileg iðnaðarmiðstöð með námugrefti (aðallega kola, kalksteins og járns) og framleiðslu stáls, japanlakks, lása, mótorhjóla og bifreiða. Í dag eru höfuðatvinnugreinarnar verkfræði og þjónustugeiri.

Knattspyrnulið borgarinnar er Wolverhampton Wanderers F.C. og er í ensku úrvalsdeildinni.

  Þessi Englandsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Previous Page Next Page






Wolverhampton AF Wolverhampton AN Heantun ANG ولفرهامبتن Arabic ولڤرهامبتن ARZ Wolverhampton AST Vulverhempton AZ ولورهمپتون AZB Вулвергемптан BE Ўулвэргэмптан BE-X-OLD

Responsive image

Responsive image